Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 11:08 Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið af völdum kuldakastsins sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Í Chicago í Illinois-ríki náði frostið þrjátíu gráðum og 37 gráðum í Norður-Dakóta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sums staða hefur mikil snjókoma fylgt kalda loftinu sem á uppruna sinn að rekja til norðurheimskautsins. Spáð er allt að sextíu sentímetra snjókomu í Wisconsin-ríki. Vindur hefur jafnframt magnað kuldann upp. Með vindkælingu mældist hitinn -54°C í Grand Forks í Norður-Dakóta í gærmorgun. Kuldinn er svo mikill að Veðurþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að kalsár geti myndast á innan við tíu mínútum sums staðar. Á meðal þeirra sem talið er að hafi látist af völdum kuldans er 55 ára gamall karlmaður sem fraus til bana í bílskúr í Milwaukee í Wisconsin. Svo virðist sem að hann hafi hnigið niður þegar hann mokaði snjó. Í Illinois lést 82 ára gamall maður vegna ofkælingar fyrir utan húsið sitt. Námsmaður við Háskólann í Iowa fannst látinn á bak við háskólabyggingu aðfaranótt miðvikudags. Umferðarslys sem tengjast veðrinu hafa einnig orðið fólki að bana. Þannig varð 75 ára gamall karlmaður fyrir snjóplógi nærri Chicago í gær. Ungt par lét lífið í árekstri af völdum hálku í norðanverðu Indíana. Pósturinn hefur hætt útburði í hluta tíu ríkja á Sléttunum miklu og í miðvestrinu. Hundruð skóla hefur einnig verið lokað þar. The Guardian segir að í það minnsta 2.700 flugferðum hafi verið aflýst í gær, flestum þeirra um tvo stærstu flugvelli Chicago. Um 1.800 ferðum til viðbótar hefur verið aflýst í dag. Lestarfyrirtækið Amtrak hefur einnig aflýst lestarferðum til og frá Chicago. Bandaríkin Tengdar fréttir Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið af völdum kuldakastsins sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Í Chicago í Illinois-ríki náði frostið þrjátíu gráðum og 37 gráðum í Norður-Dakóta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sums staða hefur mikil snjókoma fylgt kalda loftinu sem á uppruna sinn að rekja til norðurheimskautsins. Spáð er allt að sextíu sentímetra snjókomu í Wisconsin-ríki. Vindur hefur jafnframt magnað kuldann upp. Með vindkælingu mældist hitinn -54°C í Grand Forks í Norður-Dakóta í gærmorgun. Kuldinn er svo mikill að Veðurþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að kalsár geti myndast á innan við tíu mínútum sums staðar. Á meðal þeirra sem talið er að hafi látist af völdum kuldans er 55 ára gamall karlmaður sem fraus til bana í bílskúr í Milwaukee í Wisconsin. Svo virðist sem að hann hafi hnigið niður þegar hann mokaði snjó. Í Illinois lést 82 ára gamall maður vegna ofkælingar fyrir utan húsið sitt. Námsmaður við Háskólann í Iowa fannst látinn á bak við háskólabyggingu aðfaranótt miðvikudags. Umferðarslys sem tengjast veðrinu hafa einnig orðið fólki að bana. Þannig varð 75 ára gamall karlmaður fyrir snjóplógi nærri Chicago í gær. Ungt par lét lífið í árekstri af völdum hálku í norðanverðu Indíana. Pósturinn hefur hætt útburði í hluta tíu ríkja á Sléttunum miklu og í miðvestrinu. Hundruð skóla hefur einnig verið lokað þar. The Guardian segir að í það minnsta 2.700 flugferðum hafi verið aflýst í gær, flestum þeirra um tvo stærstu flugvelli Chicago. Um 1.800 ferðum til viðbótar hefur verið aflýst í dag. Lestarfyrirtækið Amtrak hefur einnig aflýst lestarferðum til og frá Chicago.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10