Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2019 10:45 Gullfoss er með fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Vísir/Vilhelm Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00