Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 19:00 Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira