Bitlaus sóknarleikur verður Chelsea enn og aftur að falli Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Maurizio Sarri lítur hér á úr sitt til að sjá hversu langan tíma lærisveinar hans höfðu til að breyta stöðunni um helgina. Þolinmæði er ekki eitthvað sem knattspyrnustjórar Chelsea hafa notið í gegnum tíðina og eru strax farnar að heyrast óánægjuraddir frá stuðningsmönnum Chelsea. Nordicphotos/getty Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“ Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti