Enski boltinn

Man. City jafnaði afrek Liverpool frá því fyrir rúmum 38 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leroy Sane fagnar marki sínu á móti Huddersfield Town í gær.
Leroy Sane fagnar marki sínu á móti Huddersfield Town í gær. Getty/Michael Regan
Manchester City hefur byrjað nýtt ár með mikili markaveislu liðið hefur skorað 24 mörk í fyrstu fimm keppnisleikjum ársins.

Manchester City byrjaði árið með því að vinna lífsnauðsynlega 2-1 sigur í toppslagnum á móti Liverpool en fylgdi því síðan eftir með því að jafna afrek Liverpool frá árinu 1980.

City-menn hafa nefnilega skorað 22 mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í deild, bikar og deildabikar.

Það hafð ekki gerst í enska boltanum hjá liði í efstu deild síðan að Liverpool afrekaði það í október 1980.





Liverpool-liðið vann þá meðal annars 10-1 sigur á finnska félaginu Oulu Palloseura í Evrópukeppni meistaraliða en hinir þrír leikirnir voru deildarsigrar á Brighton & Hove Albion (4-1) og Manchester City (3-0) og svo deildabikarsigur á Swindon Town (5-0).

Graeme Souness var í miklum ham þessa daga í október og skoraði 6 af þessum 22 mörkum en Terry McDermott var með 4 mörk eins og Sammy Lee.

Sá sem hefur skorað mest hjá Manchester City í þessum fjórum leikjum er Brasilíumaðuurinn Gabriel Jesus sem er með 7 af þessum 22 mörkum. Raheem Sterling, Leroy Sané, Riyad Mahrez og Phil Foden hafa allir skorað tvö mörk hver.



Liverpool liðið frá 1980.Getty/Bob Thomas
22 mörk Liverpool í fjórum leikjum í október 1980:

23. september 1980: 5-0 sigur á Swindon Town í deildabikar

(Lee 2, Dalglish , sjálfsmark, Fairclough)

27. september 1980: 4-1 sigur á Brighton & Hove Albion í deildinni

(Souness 2, McDermott, Fairclough)    

1. októtber 1980: 10-1 sigur á Oulu Palloseura í Evrópukeppninni

(Souness 3, McDermott 3, Lee , R. Kennedy, Fairclough 2)

4. október 1980: 3-0 sigur á Manchester City í deildinni

(Dalglish, Souness, Lee)



22 mörk Manchester City í fjórum leikjum í janúar 2019:

6. janúar 2019: 7-0 sigur á Rotherham United í bikar

(Sterling, Foden, sjálfsmark, Jesus, Mahrez, Otamendi, Sané)    

9. janúar 2019: 9-0 sigur á Burton Albion í deildabikar

(Jesus 4, De Bruyne, Zinchenko, Foden, Walker, Mahrez)

14. janúar 2019: 3-0 sigur á Wolves í deildinni

(Jesus 2, sjálfsmark)

    

20. janúar 2019: 3-0 sigur á Huddersfield Town í deildinni

(Danilo, Sterling, Sané)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×