Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 16:56 Elín Metta Jensen var með tvennu á móti Skotum í dag. Mynd/Twitter/KSÍ Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa) Fótbolti Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa)
Fótbolti Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira