Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 16:56 Elín Metta Jensen var með tvennu á móti Skotum í dag. Mynd/Twitter/KSÍ Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa) Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa)
Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira