Afléttu lögbanni á transbann Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2019 20:57 Trump telur að of mikill tilkostnaður fylgi því að leyfa transfólki að þjóna í Bandaríkjaher. Martin H. Simon/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41