Flugþjónn lést í flugi milli Hawaii og New York Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 14:57 Vél Hawaiian air. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FG/Getty Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn. Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést. Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco. „Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now. — Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019 Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“ Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn. Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést. Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco. „Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now. — Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019 Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“ Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira