Ein martröð ekki nóg fyrir suma stuðningsmenn Burton Albion Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 10:30 Bradley Collins, markvörður Burton Albion, fékk á sig níu mörk eins og sjá má á úrslitaskiltinu. Getty/Michael Regan Miðvikudagskvöldið 9. janúar 2019 átti að ein af stærstu stundum enska fótboltafélagsins Burton Albion þegar það spilaði undanúrslitaleik í enska deildabikarnum á móti sjálfum Englandsmeisturunm Manchester City. Kvöldið breyttist aftur á móti í algjöra martröð á móti einu besta fótboltaliði heims. Þrjú þúsund stuðningsmenn Burton Albion voru búnir að tryggja sér miða á Ethiad og ætluðu ekki að missa af þessum risaleik í Manchester í gærkvöldi en það gekk líka skelfilega hjá þeim að komast á staðinn.Hundreds of Burton Albion supporters faced missing last night’s game due to traffic on the M6. Readhttps://t.co/zLGsJEg9Qmpic.twitter.com/HK5QE3MkjU — BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2019 34 rútur með stuðningsmönnum Burton Albion lentu í mikill umferðarteppu á leið sinni á leikinn og rétt náðu leiknum þar sem stuðningsmennirnir þurftu að horfa upp á níu marka rassskellingu í boði Englandsmeistaranna. M6 hraðbrautinni var lokað sem þýddi langar biðraðir hjá þeim sem ætluðu sér að komast frá Derbyshire til Manchester.An eight-hour journey… for 15 minutes of football. Spare a thought for these fanshttps://t.co/Wgtf1BercFpic.twitter.com/lIpnL8vJZJ — BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2019Þessir stuðningsmenn Burton Albion höfðu hinsvegar smá heppni með sér að missa ekki meira af leiknum þótt eflaust hefðu sumir þeirra kosið að gera það. BBC segir frá hrakförum eins stuðningsmanns Burton Albion sem lagði mikið á sig að komast á leikinn í gærkvöldi. Sú um ræðir heitir Emily og lagði af stað á leikinn frá London klukkan eitt um daginn en leikurinn átti að byrja 19.45. Emily var hinsvegar átta klukktuíma á leiðinni og missti af átta mörkum. Hún komst loksins inn á völlinn fimmtán mínútum fyrir leikslok og sá síðasta mark Manchester City. „Þetta var löng ferð fyrir aðeins fimmtán mínútur af fóbolta. Ég sat föst í fjóra tíma en ég var ekki tilbúin að snúa við því þar sem að ég ætlaði að ná leiknum þó svo að það væri bara lokin,“ sagði Emily í viðtali við BBC Radio 5.We are aware that some of our fanbase could not make tonight’s game at Manchester City due to exceptional traffic problems. Burton Albion greatly appreciates the efforts that all of our fans make, home and away, to support us. — Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 9, 2019Emily náði leiknum en BBC segir aðra sögu af Liz sem sat í föst í bíl sínum á M6 hraðbrautinni þegar martröð leikmanna Burton Albion lauk á Ethiad-leikvanginum. „Við erum ennþá rétt hjá Stoke-on-Trent en þetta er aðeins farið að hreyfast. Ég þurfti að vinna í Nottingham áður en ég lagði af stað á leikinn. Við komust hinsvegar ekki lengra en til Stoke áður en allt stoppaði. Ég er alveg eyðilögð en svona er þetta bara stundum,“ sagði Liz. Það er samt að heyra á henni að hún ætli ekki að missa af seinni leiknum. „Það er bara hálfleikur er það ekki,“ svaraði Liz. Nigel Clough, knattspyrnustjóri Burton Albion fann líka til með stuðningsmönnum liðsins. „Það versta við þetta kvöld var að stuðningsfólkið okkar sat fast í umferðateppu á leið sinni hingað. Þau ætluðu að koma hingað til að fagna í kvöld, ekki leiknum sjálfum, heldur því afreki liðsins að komast alla leið í þennan leik,“ sagði Nigel Clough.A huge thank you to all of our supporters at the Etihad Stadium this evening, you were absolutely brilliant! We hope that you have an easier journey home than you had to get here.#BAFCpic.twitter.com/uNgVNNjRmv — Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 9, 2019 Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Miðvikudagskvöldið 9. janúar 2019 átti að ein af stærstu stundum enska fótboltafélagsins Burton Albion þegar það spilaði undanúrslitaleik í enska deildabikarnum á móti sjálfum Englandsmeisturunm Manchester City. Kvöldið breyttist aftur á móti í algjöra martröð á móti einu besta fótboltaliði heims. Þrjú þúsund stuðningsmenn Burton Albion voru búnir að tryggja sér miða á Ethiad og ætluðu ekki að missa af þessum risaleik í Manchester í gærkvöldi en það gekk líka skelfilega hjá þeim að komast á staðinn.Hundreds of Burton Albion supporters faced missing last night’s game due to traffic on the M6. Readhttps://t.co/zLGsJEg9Qmpic.twitter.com/HK5QE3MkjU — BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2019 34 rútur með stuðningsmönnum Burton Albion lentu í mikill umferðarteppu á leið sinni á leikinn og rétt náðu leiknum þar sem stuðningsmennirnir þurftu að horfa upp á níu marka rassskellingu í boði Englandsmeistaranna. M6 hraðbrautinni var lokað sem þýddi langar biðraðir hjá þeim sem ætluðu sér að komast frá Derbyshire til Manchester.An eight-hour journey… for 15 minutes of football. Spare a thought for these fanshttps://t.co/Wgtf1BercFpic.twitter.com/lIpnL8vJZJ — BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2019Þessir stuðningsmenn Burton Albion höfðu hinsvegar smá heppni með sér að missa ekki meira af leiknum þótt eflaust hefðu sumir þeirra kosið að gera það. BBC segir frá hrakförum eins stuðningsmanns Burton Albion sem lagði mikið á sig að komast á leikinn í gærkvöldi. Sú um ræðir heitir Emily og lagði af stað á leikinn frá London klukkan eitt um daginn en leikurinn átti að byrja 19.45. Emily var hinsvegar átta klukktuíma á leiðinni og missti af átta mörkum. Hún komst loksins inn á völlinn fimmtán mínútum fyrir leikslok og sá síðasta mark Manchester City. „Þetta var löng ferð fyrir aðeins fimmtán mínútur af fóbolta. Ég sat föst í fjóra tíma en ég var ekki tilbúin að snúa við því þar sem að ég ætlaði að ná leiknum þó svo að það væri bara lokin,“ sagði Emily í viðtali við BBC Radio 5.We are aware that some of our fanbase could not make tonight’s game at Manchester City due to exceptional traffic problems. Burton Albion greatly appreciates the efforts that all of our fans make, home and away, to support us. — Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 9, 2019Emily náði leiknum en BBC segir aðra sögu af Liz sem sat í föst í bíl sínum á M6 hraðbrautinni þegar martröð leikmanna Burton Albion lauk á Ethiad-leikvanginum. „Við erum ennþá rétt hjá Stoke-on-Trent en þetta er aðeins farið að hreyfast. Ég þurfti að vinna í Nottingham áður en ég lagði af stað á leikinn. Við komust hinsvegar ekki lengra en til Stoke áður en allt stoppaði. Ég er alveg eyðilögð en svona er þetta bara stundum,“ sagði Liz. Það er samt að heyra á henni að hún ætli ekki að missa af seinni leiknum. „Það er bara hálfleikur er það ekki,“ svaraði Liz. Nigel Clough, knattspyrnustjóri Burton Albion fann líka til með stuðningsmönnum liðsins. „Það versta við þetta kvöld var að stuðningsfólkið okkar sat fast í umferðateppu á leið sinni hingað. Þau ætluðu að koma hingað til að fagna í kvöld, ekki leiknum sjálfum, heldur því afreki liðsins að komast alla leið í þennan leik,“ sagði Nigel Clough.A huge thank you to all of our supporters at the Etihad Stadium this evening, you were absolutely brilliant! We hope that you have an easier journey home than you had to get here.#BAFCpic.twitter.com/uNgVNNjRmv — Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 9, 2019
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira