Enski boltinn

Tyrkneski slátrarinn fékk Martial til að brosa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er gaman hjá Martial í Dubai.
Það er gaman hjá Martial í Dubai. vísir/getty

Frakkinn Anthony Martial, leikmaður Man. Utd, þykir ekki vera sá hressasti í bransanum og það er hreinlega frétt þegar hann brosir.

Það er til að mynda mjög eftirminnilegt þegar liðsfélagi hans, Phil Jones, þurfti að minna hann á að brosa eftir að Martial hafði skorað gegn West Ham.Man. Utd er í æfingabúðum í Dubai þessa dagana og að sjálfsögðu fór liðið út að borða hjá tyrkneska slátraranum Salt Bae.

Það er augljóslega eitthvað sem Martial hafði gaman af því hann brosti innilega er Tyrkinn sýndi „listir“ sínar við borðið.Það gleður stuðningsmenn United að sjá Martial brosa og margir segja að það sé táknrænt fyrir breytingarnar innan liðsins. Gleðin sé aftur komin í leikmenn liðsins.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.