Enski boltinn

Sér liðsfélaga Jóhanns Berg sem lausnina á miðvarðarvandræðum Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Tarkowski í leik með Burnley.
James Tarkowski í leik með Burnley. Getty/Rich Linley

Liverpool vill frá Burnley manninn James Tarkowski á láni út tímabilið en Burnley vill aðeins selja leikmaninn fyrir mikinn pening. Liverpool reynir að leysa miðvarðarvandræðin sín á meðan glugginn er opinn.

Liverpool á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og með bestu vörnina í deildinni. Liðið er samt í miklum vandræðum í vörninni vegna meiðsla miðvarða sinna.

Króatinn Dejan Lovren fór meiddur af velli í bikarleiknum á móti Wolves sem þýðir að þrír miðverðir félagsins eru nú á meiðslalistanum. Fyrir voru þeir Joe Gomez og Joel Matip frá vegna meiðsla.

Enskir fjölmiðlar hafa í morgun skrifað um áhuga Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, á hinum 26 ára gamla James Tarkowski. Klopp vill fá Tarkowski til að hjálpa liðinu að komast í gegnum miðvarðarmartröðina.Þegar Dejan Lovren meiddist þá þurfti Jürgen Klopp að senda hinn sextán ára gamla Ki-Jana Hoever inn í miðvörðinn. Það var og er engin óskalausn enda strákurinn að stíga sín fyrstu spor.

Klopp sagði frá því að það styttist í þá Joe Gomez og Joel Matip en þeir eru samt ekki klárir strax. Joe Gomez er nær endurkomu en þeir eru hvorugur byrjaður að æfa á fullum krafti.Burnley setti strax 50 milljón punda verðmiða á James Tarkowski samkvæmt enskum fjölmiðlum og tók ekki vel í þá beiðni Liverpool um að fá enska landsliðsmanninn á láni.

James Tarkowski kom til Burnley árið 2016 eða sama ár og félagið keypti Jóhann Berg Guðmundsson frá Charlton Athletic. Jóhann Berg kom í júlí en Tarkowski hafði komið frá Brentford í janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.