Enski boltinn

„Hausinn hans er hér en ekki í Kína“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marko Arnautovic var ekki sáttur þegar Manuel Pellegrini tók hann af velli í bikarleik á móti Birmingham á dögunum.
Marko Arnautovic var ekki sáttur þegar Manuel Pellegrini tók hann af velli í bikarleik á móti Birmingham á dögunum. Getty/Alex Morton

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri West Ham, hefur tjáð sig um fréttir af kínversku tilboði í framherjann Marko Arnautovic. Pellegrini vill ekki missa Arnautovic.

Ónefnt kínverkst félag á að hafa boðið 35 milljónir punda í hinn 29 ára gamla Marko Arnautovic samkvæmt fréttum í enskum miðlum.

West Ham keypti Marko Arnautovic á tuttugu milljónir punda frá Stoke City í júlí 2017. Kaupverðið gat hækkað upp í 25 milljónir punda. Austurríkismaðurinn skrifaði um leið undir fimm ára samning.„Það eru einhverjar sögusagnir í gangi. Marko er mjög góður leikmaður og fullt af félögum vilja örugglega að hann spili fyrir þau. Hann er leikmaður West Ham og við viljum halda honum,“ sagði Manuel Pellegrini við BBC.

„Ég held að Marko og allir leikmennirnir sem er verið að slúðra um séu með hausinn hér hjá okkur og vilji halda áfram að spila eins og þeir hafa verið að gera. Ég er viss um að hausinn hans sé hér og á leiknum á móti Arsenal. Þetta mun ekki hafa áhrif á frammistöðu hans,“ sagði Pellegrini.

Marko Arnautovic hefur skorað 7 mörk í 15 deildarleikjum með West Ham á þessu tímabili en hann skoraði tvö mörk á móti Brighton í síðasta deildarleik og var með eitt mark í síðasta leik liðsins sem var bikarsigur á móti Birmingham.

Marko Arnautovic var með 11 mörk og 6 stoðsendingar í 31 deildarleik með West Ham í fyrra og er því á góðri leið með að bæta þá markatölfræði sína í vetur.

Hér fyrir neðan má einnig sjá stutt viðtal við hann um Marko Arnautovic á Sky Sports.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.