Enski boltinn

Barcelona reynir aftur við Willian

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mun Willian snúa baki við Chelsea?
Mun Willian snúa baki við Chelsea? vísir/getty

Barcelona hefur oft haft augastað á Brasilíumanninum Willian sem spilar með Chelsea. Sá áhugi er enn til staðar.

Barcelona gerði Chelsea þrjú tilboð í Brassann síðasta sumar en án árangurs. Hæsta tilboðið var upp á 55 milljónir punda.

Þar sem liðið fékk ekki Willian þá keypti það landa hans, Malcolm, af Bordeaux í staðinn á 38 milljónir punda. Tækifæri hans hafa verið af skornum skammti.

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá ætlar Barcelona að reyna aftur við Willian nú í janúar og það sem meira er þá ætlar félagið að bjóða Chelsea að fá Malcolm og pening að auki.

Hinn þrítugi Willian er með samning við Chelsea fram á sumar 2020. Hann kom til félagsins frá Anzhi árið 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.