Markalaust hjá Aroni gegn Huddersfield | Öll úrslit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar var á sínum stað á miðjunni hjá Cardiff í dag.
Aron Einar var á sínum stað á miðjunni hjá Cardiff í dag. vísir/getty

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem gerði markalaust jafntefli við Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Huddersfield var mun meira með boltann í leiknum en leikurinn ekki mikið fyrir augað. Huddersfield er áfram á botninum með ellefu stig en Cardiff er í sautjánda sætinu með nítján stig.

Southampton er komið upp í sextánda sætið og upp úr fallsæti eftir 2-1 sigur á Southampton á útivelil þrátt fyrir að hafa verið einum færri lengstum.

James Ward Prowse kom Southampton yfir á ellefu mínútu en Yann Valery fékk tvö gul spjöld á ellefu mínútum í fyrri hálfleik og var sendur í sturtu á 45. mínútu.

Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því skömmu eftir að Valery hafði fengið sitt annað gula spjald þá tvöfaldaði Shane Long forystuna fyrir Southampton.

Wilfred Ndidi minnkaði muninn fyrir Southampton á 58. mínútu en nær komust þeir ekki og öflugur sigur Southampton. Leicester er í áttunda sætinu með 31 stig.

Watford vann 2-1 sigur á Watford á Selhurst Park. Palace komst yfir með sjáfsmarki Craig Cathcart á 38. mínútu en hann bætti upp fyrir mistökin á 67. mínútu er hann jafnaði metin.

Það var svo fyrrum Manchester United-maðurinn, Tom Cleverley, sem skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði Watford góðan útisigur.

Watford er að gera flotta hluti. Þeir eru í sjöunda sætinu með 32 stig en Crystal Palace er í fjórtánda sætinu með 22 stig.

Öll úrslit dagsins:
West Ham - Arsenal 0-1
Brighton - Liverpool 0-1
Burnley - Fulham 2-1
Cardiff - Huddersfield 0-0
Crystal Palace - Watford 1-2
Leicester - Souhampton 1-2
17.30 Chelsea - Newcastle

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.