Enski boltinn

Upphitun: Skytturnar skjóta ensku deildinni í gang á ný

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir bikarhlé. Sjö leikir eru á dagskrá í dag.

Arsenal og West Ham hefja leik með Lundúnaslag í hádeginu. Arsenal verður að sækja stig, og það helst þrjú, í þessum leik til þess að halda í við baráttuna um fjórða sætið. West Ham er í lygnum sjó um miðja deild.

Fimm leikir fara fram klukkkan þrjú. Þar mætir Jóhann Berg Guðmundsson til leiks í fallbaráttuslag við Fulham og Cardiff með Aron Einar Gunnarsson innanborðs fær Huddersfield í heimsókn.

Topplið Liverpool fer suður til Brighton og getur komist aftur í sjö stiga forystu með sigri. Manchester City spilar ekki fyrr en á mánudagskvöld.

Dagskrá dagsins lýkur svo með leik Chelsea og Newcastle á Stamford Bridge. Skyldusigur fyrir Chelsea sem er í fjórða sætinu með 44 stig. Newcastle er aðeins tveimur stigum frá fallsæti og þurfa að sækja sér stig.

Leikir dagsins:
12:30 West Ham - Arsenal, í beinni á Stöð 2 Sport
15:00 Brighton - Liverpool, í beinni á Stöð 2 Sport
15:00 Burnley - Fulham
15:00 Cardiff - Huddersfield
15:00 Crystal Palace - Watford
15:00 Leicester - Southampton
17:30 Chelsea - Newcastle, í beinni á Stöð 2 SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.