Erlent

Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta

Sylvía Hall skrifar
Gabbard var áður stuðningsmaður Bernie Sanders.
Gabbard var áður stuðningsmaður Bernie Sanders. Getty/Earl Gibson III

Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Gabbard er þingmaður Hawaii og hefur setið á þingi frá árinu 2013.

Gabbard, sem er 37 ára gömul, er fyrsti hindúinn sem tekur sæti á þingi þar í landi sem og fyrsti ameríski Samóinn. Hún hefur verið í bandaríska hernum frá árinu 2003 og starfaði meðal annars fyrir hann í stríðinu í Írak.

Gabbard situr í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings og var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.

Í viðtali við CNN segir Gabbard að hún hafi tekið ákvörðun sína í ljósi þeirra áskoranna sem eru framundan hjá bandarísku þjóðinni. Nefndi hún þar heilbrigðismál, endurbætur á fangelsismálum í landinu sem og loftslagsbreytingar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.