Segir Dag hafa fellt tillögu um lækkun hámarkshraða á Hringbraut Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 16:13 Ólafur F. Magnússon lagði tillöguna fram í maí 2009. Fréttablaðið/Anton Brink Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, segir í samtali við fréttastofu að Dagur B. Eggertsson hafi verið á meðal þeirra sem felldu tillögu sína um lækkun hámarkshraða á Hringbraut og víðar árið 2009. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við Vísi í dag að hann vilji lækka hámarkshraða á Hringbraut. Hann segir hraðbrautir ekki eiga heima í miðjum íbúðahverfum og það hafi nú þegar verið settar fram tillögur um lækkun hámarkshraða á svæðinu. Ólafur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, hafi gert að engu „ítarlega útfærðar áætlanir“ Ólafs um aukið umferðaröryggi barna á leið í skóla. Hann segist hafa verið áratug á undan í umferðaröryggismálum Reykvíkinga og hafi hann fengið lengri tíma í borgarstjórastóli væri búið að lagfæra mörg þau vandamál sem eru til staðar. Lagði fram tillöguna til þess að auka öryggi barna á leið í skóla Í maí 2009 setti Ólafur fram umferðaröryggistillögur í borgarráði þar sem hann lagði til lækkun hámarkshraða á syðri hluta Háaleitisbrautar, Bústaðavegi, Hofsvallagötu og Hringbraut. Í fundargerð frá 28. maí 2009 má finna tillögu Ólafs. „Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í tillögunni. Lagt var til að hámarkshraði yrði lækkaður á fleiri stöðum með það að markmiði að börn á leið í skóla þyrftu ekki að fara yfir götur með yfir 30 kílómetra hámarkshraða, til að mynda Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut vestur að Háaleitisbraut. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að úttekt yrði gerð á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og tillögur gerðar að útbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar með hliðsjón af slysum og slysablettum. Þá yrði reynsla af 30 kílómetra hverfum skoðuð í samræmi við það. Áhyggjufullir íbúar í Vesturbæ Á miðvikudagsmorgun var ekið á þrettán ára stúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Stúlkan hafði verið á leið í skóla þegar slysið varð. Stúlkan slapp með lítilsháttar meiðsli. Vísir greindi frá því á dögunum að íbúar í Vesturbæ væru ósáttir við ökumenn sem keyrðu Hringbrautina. Þar væru margir hverjir yfir leyfilegum hraða og virtu ekki umferðarreglur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í kjölfarið að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Blaðamaður Vísis náði mynd þar sem sjá má ökumann keyra yfir á rauðu ljósi þar sem ungur drengur á leið í skóla bíður eftir að komast yfir. Bíllinn brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi Borgarstjórn Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, segir í samtali við fréttastofu að Dagur B. Eggertsson hafi verið á meðal þeirra sem felldu tillögu sína um lækkun hámarkshraða á Hringbraut og víðar árið 2009. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við Vísi í dag að hann vilji lækka hámarkshraða á Hringbraut. Hann segir hraðbrautir ekki eiga heima í miðjum íbúðahverfum og það hafi nú þegar verið settar fram tillögur um lækkun hámarkshraða á svæðinu. Ólafur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, hafi gert að engu „ítarlega útfærðar áætlanir“ Ólafs um aukið umferðaröryggi barna á leið í skóla. Hann segist hafa verið áratug á undan í umferðaröryggismálum Reykvíkinga og hafi hann fengið lengri tíma í borgarstjórastóli væri búið að lagfæra mörg þau vandamál sem eru til staðar. Lagði fram tillöguna til þess að auka öryggi barna á leið í skóla Í maí 2009 setti Ólafur fram umferðaröryggistillögur í borgarráði þar sem hann lagði til lækkun hámarkshraða á syðri hluta Háaleitisbrautar, Bústaðavegi, Hofsvallagötu og Hringbraut. Í fundargerð frá 28. maí 2009 má finna tillögu Ólafs. „Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í tillögunni. Lagt var til að hámarkshraði yrði lækkaður á fleiri stöðum með það að markmiði að börn á leið í skóla þyrftu ekki að fara yfir götur með yfir 30 kílómetra hámarkshraða, til að mynda Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut vestur að Háaleitisbraut. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að úttekt yrði gerð á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og tillögur gerðar að útbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar með hliðsjón af slysum og slysablettum. Þá yrði reynsla af 30 kílómetra hverfum skoðuð í samræmi við það. Áhyggjufullir íbúar í Vesturbæ Á miðvikudagsmorgun var ekið á þrettán ára stúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Stúlkan hafði verið á leið í skóla þegar slysið varð. Stúlkan slapp með lítilsháttar meiðsli. Vísir greindi frá því á dögunum að íbúar í Vesturbæ væru ósáttir við ökumenn sem keyrðu Hringbrautina. Þar væru margir hverjir yfir leyfilegum hraða og virtu ekki umferðarreglur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í kjölfarið að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Blaðamaður Vísis náði mynd þar sem sjá má ökumann keyra yfir á rauðu ljósi þar sem ungur drengur á leið í skóla bíður eftir að komast yfir. Bíllinn brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi
Borgarstjórn Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13