Erlent

Níu handteknir vegna árásarinnar í Kenía

Atli Ísleifsson skrifar
Alls féllu 21 maður í árás þriðjudagsins.
Alls féllu 21 maður í árás þriðjudagsins. Getty

Lögregla í Kenía hefur handtekið níu manns í tengslum við hryðjuverkaárásina á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí á þriðjudag. Reuters greinir frá þessu og vísar í heimildir innan lögreglunnar.

Umsátursástand ríkti í og við hótelið í tuttugu tíma áður en forseti landsins greindi frá því að allir árásarmenn hafi verið felldir. Alls féllu um 21 maður í árásinni, þar á meðal sextán Keníumenn, Breti og Bandaríkjamaður.

Lögregla leitar enn konu sem grunuð er um að hafa smyglað vopnum um höfnina í Mombasa og til Naíróbí.

Hryðjuverkasamtökin al-Shaabab, sem hafa helst starfað í Sómalíu, lýstu fljótlega yfir ábyrgð á árinni. Samtökin hafa margoft áður staðið fyrir árásum í Kenía, meðal annars árás á háskóla í kenísku borginni Garissa árið 2015 þar sem 148 manns fórust.


Tengdar fréttir

Fimmtán látnir í árásinni í Kenía

Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.