Fór með hundana og fann flöskuskeytið í Fuglanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 11:23 Hundarnir tveir og flöskuskeytið. Arnt Eirik Hansen Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF). Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF).
Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32