Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 22:32 Hér má sjá leiðina sem skeytið ferðaðist. Skjáskot Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss, greindi frá þessu í Facebook-færslu í kvöld. Þar sagði hann skeytið hafa náð landi í Fuglenesbukta sem er skammt vestan við bæinn Berlevåg í norðurhluta Noregs. Í færslunni kemur fram að skeytið hafi lengi vel hringsólað á hafsvæðinu milli Íslands og Færeyja en undir lok september hafi það tekið stefnu norðaustur í átt að Noregi. Skeytið hefur því ferðast meira ein 5000 kílómetra langa leið. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. Áhugasamir hafa getað fylgst með ferðalagi flöskuskeytisins á síðu Verkíss og hér er hægt að sjá leiðina sem skeytið ferðaðist. Færeyjar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss, greindi frá þessu í Facebook-færslu í kvöld. Þar sagði hann skeytið hafa náð landi í Fuglenesbukta sem er skammt vestan við bæinn Berlevåg í norðurhluta Noregs. Í færslunni kemur fram að skeytið hafi lengi vel hringsólað á hafsvæðinu milli Íslands og Færeyja en undir lok september hafi það tekið stefnu norðaustur í átt að Noregi. Skeytið hefur því ferðast meira ein 5000 kílómetra langa leið. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. Áhugasamir hafa getað fylgst með ferðalagi flöskuskeytisins á síðu Verkíss og hér er hægt að sjá leiðina sem skeytið ferðaðist.
Færeyjar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira