Erlent

Kólesterólmagn jókst um 20%

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hátíðarsteikur og sætindi auka kólesterólmagnið.
Hátíðarsteikur og sætindi auka kólesterólmagnið. Fréttablaðið/GVA
Kólesterólmagn í blóði rúmlega 25 þúsund Dana jókst að meðaltali um 20 prósent um jólin samanborið við kólesterólmagnið að sumarlagi. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar danskra vísindamanna. Magn kólesteróls í blóði þátttakenda var mælt reglulega í heilt ár. Feitur matur og sætindi hafa greinilega áhrif, að mati vísindamannanna.

Rannsóknin leiddi hins vegar ekki í ljós samhengi milli aukins kólesteróls um jól og fleiri blóðtappa í janúar. Ástæðan er talin vera sú að tímabundin aukning kólesteróls er ekki sögð hafa áhrif. Það geri hins vegar aukning kólesteróls til langs tíma. Því sé mikilvægt að borða hollan mat, hreyfa sig og sleppa reykingum á öðrum tímum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×