Enski boltinn

Austin kærður af enska knattspyrnusambandinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var baulað á Austin þegar hann fór af velli
Það var baulað á Austin þegar hann fór af velli vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur kært framherja Southampton, Charlie Austin, fyrir hegðun sína í leik Southampton og Manchester City á sunnudag.

Á 68. mínútu leiksins, sem City vann 3-1, var Austin skipt út af fyrir Shane Long. Þegar Austin gekk af velli sendi veifaði hann fingrum í átt að stuðningsmönnum Manchester City.

Enska knattspyrnusambandið sagði í tilkynningu sinni að handabendingar Austin væru móðgandi og/eða niðrandi.

Hann hefur til 7. janúar að bregðast við kærunni, en hann gæti fengið bann eða sekt fyrir athæfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×