Enski boltinn

Hjörvar í Messunni: Eini taplausi stjórinn í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. Getty/Stu Forster
Messan fór yfir síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær og ræddi meðal annars frábært gengi Manchester United sem hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að Norðmaður settist í stjórastólinn.

Hjörvar Hafliðason kom inn á umræðuna um að Manchester United væri bara búið að spila við slök lið síðan Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu.

„Mikið búið að tala um að Manchester United sé bara búið að vinna Newcastle, Bournemouth, Huddersfield og Cardiff. Var ekki Gareth Southgate að fá einhverja orðu frá drottningunni fyrir að vinna Panama, Túnis, Svíþjóð og Kólumbíu,“ spurði Hjörvar og bætti við:

„Þetta er ekki mikið síðra. Hann hlýtur að fá einhvern kross fyrir þetta,“ sagði Hjörvar.

„Hann er eini taplausi stjórinn í deildinni,“ sagði Hjörvar og uppskar hlátur hjá þeim Ríkharð Óskari Guðnasyni og Gunnleifi Gunnleifssyni sem voru með honum í Messunni að þessu sinni.

„Nei, nei, þetta er á uppleið. Það er auðvitað léttara yfir öllu,“ sagði Hjörvar.

Það má finna alla umræðuna um Manchester United í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Umræða um byrjun Solskjær með Man. United





Fleiri fréttir

Sjá meira


×