Enski boltinn

Tækling Shelvey á Pogba hafði sínar afleiðingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba sýnir Jonjo Shelvey farið eftir takkana.
Paul Pogba sýnir Jonjo Shelvey farið eftir takkana. Getty/Chris Brunskill
Allt lítur út fyrir það að Paul Pogba missi um helgina af sínum fyrsta leik eftir að Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford.

Manchester United mætir Reading í enska bikarnum á Old Trafford á morgun en Pogba meiddist á móti Newcastle.





Paul Pogba hefur verið frábær í fyrstu fjórum leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins og er búinn að gera meira í þeim en í öllum leikjum tímabilsins sem voru spilaðir undir stjórn Jose Mourinho.

Solskjær sagði frá því á blaðamannafundi fyrir leikinn að Pogba hafi fengið högg í leiknum á móti Newcastle. Það eru því litlar líkur á því hann verði með í bikarleiknum.

Enskir fjölmiðlamenn voru fljótir að rekja meiðslin til grófrar tæklingar Jonjo Shelvey á Pogba í leiknum en nokkur umræða skapaðist um brotið á samfélagsmiðlum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×