Enski boltinn

Umræða í Messunni um Arsenal: Er þetta ekki sorglegt?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey. Getty/Stuart MacFarlane
Messan tók fyrir fyrstu leiki nýja ársins í ensku úrvalsdeildinni í þætti sínum í gærkvöldi og þar á meðal var fjallað um lið Arsenal.

„Aaron Ramsey er að fara frítt frá Arsenal. Hann vill ekki skrifa undir samning. Hann er búinn að vera í tíu ár í liðinu. Er þetta ekki sorglegt?,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Messunnar, í umræðunni um Arsenal.

„Hann er að fara fram á meira en Arsenal er tilbúið að borga honum. Það kæmi mér samt ekkert á óvart ef að það kæmi tvist í þetta,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Að hann myndi þá endursemja við Arsenal,“ skaut Gunnleifur Gunnleifsson inn í.

„Já. Það var einhver að ræða þetta við mig um daginn að honum gæti snúist hugur. Þeir misstu auðvitað Alexis Sanchez í fyrra og það var eitthvað svipað. Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af honum. Ég myndi miklu frekar hafa áhyggjur af manninum sem var að semja fyrir ári síðan, Mesut Özil,“ sagði Hjörvar.

Það má finna umræðu Messunnar um Arsenal í myndbandinu hér fyrir neðan.



Klippa: Umræða um Arsenal og Aaron Ramsey



Fleiri fréttir

Sjá meira


×