Enski boltinn

Enska sambandið rannsakar kókaínneyslu hjá enskum fótboltamanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Merki enska knattspyrnusambandsins.
Merki enska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið kallar eftir því að fólk gefi sig fram sem hefur meiri upplýsingar um ónefndan enskan fótboltamann sem var sparkað útaf næturklúbbi fyrir jólin.

Enska slúðurblaðið The Sun sagði frá því að enskum fótboltamanni hafi verið skipað að yfirgefa klúbbinn eftir að upp komst um neyslu hans á kókaíni. Heimildarmaður blaðamannsins er innanhússmaður hjá ensku félagi.

Umræddur leikmaður spilar með liði í ensku úrvalsdeildinni. Enska knattspyrnusambandið getur sett leikmenn í bann verði þeir uppvísir að neyslu eiturlyfja.





Atvik með eiturlyfjaneyslu fótboltamanna eru samt sjaldgjæf samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðamaður BBC fékk frá enska knattspyrnusambandinu.

Þar kom jafnframt fram að það sér forgangsmál hjá enska sambandinu að leita uppi og refsa öllum sem neita ólöglegra lyfja eða eiturlyfja.

Fyrsta brot ætti að þýða 0-3 mánaða bann en enska sambandið getur líka refsað leikmönnum um óákveðinn tíma hafi þeir brotið reglurnar oft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×