Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 20:23 Donald Trump ræðir hér við fjölmiðla fyrr í dag. Al Drago/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. Þetta staðfesti Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar hans við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins, og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Trump hafði áður lýst fundinum sem „afar árangursríkum.“ Markmið fundarins var að leysa ágreininginn og vinna að því að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar síðan á miðnætti 21. desember. „Við erum öll á sömu blaðsíðu um að vilja opna alríkisstofnanir að nýju,“ sagði Trump við fjölmiðla. Þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orð sín á fundinum um að hann væri reiðubúinn að halda ríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár, eða þar til fjárveiting til landamæramúrsins yrði samþykkt, gerði hann það. „Ég sagði það. Ég sagði það algjörlega. Ég held ekki að lokunin muni vara svo lengi, en ég er viðbúinn því.“ Chuck Schumer sagði í kjölfar fundarins við forsetann að forsetinn virtist ekki ætla að haggast í afstöðu sinni. „Við sögðum forsetanum að við yrðum að opna alríkisstofnanir. Hann streittist á móti. Rendar sagðist hann ætla að halda stofnunum lokuðum í mjög langan tíma. Mánuði eða jafnvel ár,“ sagði Schumer við fjölmiðla. Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvörp sem fjármagna rekstur þeirra alríkisstofnana sem lokunin nær til en í þeim var ekki gert ráð fyrir fjármögnun til múrsins sem Trump hefur lengi talað fyrir. Til þess að frumvörpin verði að lögum þurfa þau að fara í gegn um báðar deildir þingsins en Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, og því nokkuð ljóst að nýsamþykkt frumvörp demókrata ná ekki fram að ganga. Því sér ekki enn fyrir endann á lokuninni, sem nú hefur varað í um tvær vikur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. Þetta staðfesti Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar hans við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins, og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Trump hafði áður lýst fundinum sem „afar árangursríkum.“ Markmið fundarins var að leysa ágreininginn og vinna að því að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar síðan á miðnætti 21. desember. „Við erum öll á sömu blaðsíðu um að vilja opna alríkisstofnanir að nýju,“ sagði Trump við fjölmiðla. Þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orð sín á fundinum um að hann væri reiðubúinn að halda ríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár, eða þar til fjárveiting til landamæramúrsins yrði samþykkt, gerði hann það. „Ég sagði það. Ég sagði það algjörlega. Ég held ekki að lokunin muni vara svo lengi, en ég er viðbúinn því.“ Chuck Schumer sagði í kjölfar fundarins við forsetann að forsetinn virtist ekki ætla að haggast í afstöðu sinni. „Við sögðum forsetanum að við yrðum að opna alríkisstofnanir. Hann streittist á móti. Rendar sagðist hann ætla að halda stofnunum lokuðum í mjög langan tíma. Mánuði eða jafnvel ár,“ sagði Schumer við fjölmiðla. Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvörp sem fjármagna rekstur þeirra alríkisstofnana sem lokunin nær til en í þeim var ekki gert ráð fyrir fjármögnun til múrsins sem Trump hefur lengi talað fyrir. Til þess að frumvörpin verði að lögum þurfa þau að fara í gegn um báðar deildir þingsins en Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, og því nokkuð ljóst að nýsamþykkt frumvörp demókrata ná ekki fram að ganga. Því sér ekki enn fyrir endann á lokuninni, sem nú hefur varað í um tvær vikur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30