Enski boltinn

Liverpool selur Solanke og lánar Clyne til Bournemouth

Anton Ingi Leifsson skrifar
Clyne hefur verið sendur á lán á suðurströndina.
Clyne hefur verið sendur á lán á suðurströndina. vísir/getty
Liverpoool missti tvo leikmenn í dag en framherjinn Dominic Solanke var seldur til Bournemouth. Sömu leið fer Nathaniel Clyne en hann fer á láni.

Clyne hefur einungis spilað fjóra leiki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni og í þremur af þeim hefur hann komið inn á sem varamaður.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig að koma hingað og spila,“ sagði Clyne við heimasíðu félagsins.

Meiðsli hafa herjað á varnarmenn Bournemouth en bæði Simon Francis og Adam Smith eru á meiðslalistanum. Miðjumaðurinn Junior Stanislas var í bakverðinum í 3-3 jafnteflinu gegn Watford.

Heimildir Sky Sports herma að kaupverðið á framherjanum Solanke sé um nítján milljónir punda en Solanke gekk í raðir Liverpool á frjálsri sölu frá Chelsea árið 2017.

Hann þótti ekki standa undir væntingum hjá Liverpool og komst aldrei í náðina hjá Liverpool endar með eitt besta sóknartríó Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×