Erlent

Konan sem myrti nauðgara sinn látin laus úr fangelsi

Sylvía Hall skrifar
Cyntoia Brown var dæmd til lífstíðarfangelsis.
Cyntoia Brown var dæmd til lífstíðarfangelsis. Vísir/AP
Bill Haslam, ríkisstjóri Tennessee, hefur náðað hina þrítugu Cyntoia Brown sem sat inni fyrir að myrða mann sem keypti hana eftir að hún var seld í vændi. Brown var dæmd til lífstíðarfangelsis vegna morðsins.

Sjá einnig: Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi

Það var í ágúst árið 2004 sem Brown, þá sextán ára gömul, skaut Johnny Mitchell Allen til bana. Allen var 43 ára og hafði borgað fyrir kynmök með Brown. Málið rataði á ný í fjölmiðla vestanhafs árið 2017 eftir að stjörnur á borð við Kim Kardashian, Rihönnu og LeBron James vöktu athygli á því.









Brown fær reynslulausn 7. ágúst á þessu ári eftir að hafa setið í fangelsi í fimmtán ár. Á meðan dvölinni stóð ákvað hún að mennta sig með glæsilegum árangri og mun hún að öllum líkindum ljúka bakkalársprófi undir lok þessa árs.  

Raunveruleikastjarnan og viðskiptamógúllinn Kim Kardashian fagnaði tíðindunum í dag á Twitter þar sem hún þakkaði ríkisstjóranum fyrir. Kardashian hefur lengi talað máli Brown og fundaði meðal annars með Donald Trump Bandaríkjaforseta um mál hennar og fór fram á að hún yrði látin laus.




Tengdar fréttir

Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál

Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×