Enski boltinn

Léttu prófin búin og nú tekur við þetta rosalegt leikjaprógram hjá Solskjær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. Getty/Tom Purslow
Eftir frábæra byrjun hjá Ole Gunnar Solskjær á Old Trafford tekur nú við eins erfitt leikjaprógramm og þau gerast í fótboltanum.

Manchester United liðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnars Solskjær og er nú í æfingaferð í sólinni í Dúbæ. Allt í blóma eftir að liðið komst út út Jose Mourinho martröðinni í desember.

Fyrsti leikurinn eftir „sólarferðina“ verður leikur við Tottenham á útivelli en verkefni liðsins verða ekki mikið léttari eftir það.

Þetta varð endanlega ljóst í gær eftir að Manchester United dróst á móti Arsenal í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar.

Hér fyrir neðan má sjá þetta rosalega leikjaprógramm hjá liði Manchester United.





United mætir bæði Paris Saint Germain (16 liða úrslit í Meistaradeild) og Arsenal (deild og bikar) tvisvar sinnum á næstu tveimur mánuðum og spilar líka við nágranna sína í Manchester City og erkifjenduna í Liverpool.

Fyrstu fimm mótherjar Manchester United voru aftur á móti lið Cardiff City, Huddersfield Town, Bournemouth, Newcastle United og svo bikarleikur á móti b-deildarliði Reading.

Allir eru það leikir sem Manchester United á alltaf að vinna sannfærandi. Það er hinsvegar betri og skemmtilegri spilamennska sem hefur fyllt stuðningsmenn Manchester United bjartsýni.

Nú er bara að sjá til hvort United liðið spili áfram sama skemmtilega fótboltann á móti þessum sterku liðum sem bíða þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×