Lækkuðu vægi erindreka ESB Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 14:58 Donald Trump og nafni hans Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins. EPA/ROBERT GHEMENT Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lækkað vægi erindreka Evrópusambandsins, án þess þó að láta Evrópusambandið vita. ESB er ekki lengur skilgreint sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök, samkvæmt Deutsche Welle.Breytingarnar fela í sér að ólíklegra er að erindrekunum ESB verði boðið að taka þátt í opinberum athöfnum í Bandaríkjunum. Umræddir erindrekar uppgötvuðu ekki breytingar Hvíta hússins fyrr en við jarðarför George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hafði sendiherra ESB í Bandaríkjunum ekki verið boðið á nokkra viðburði og voru uppi vangaveltur í Brussel um að Hvíta húsið hefði endurskilgreint samband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Það var svo staðfest í jarðarförinni. Þó Bandaríkin og Evrópusambandið hafi lengi átt í góðu sambandi og umfangsmiklum viðskiptum hefur Trump sjálfur ítrekað lýst yfir andúð sinni á sambandinu. Hann lýsti yfir stuðningi við útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit, og hefur sömuleiðis harðlega gagnrýnt Evrópusambandið og ríki Evrópu varðandi viðskipti og varnarmál. Trump, sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna, hefur dregið Bandaríkin frá þó nokkrum samkomulögum sem ESB kemur að og þá hefur hann heitið því að endurbyggja heimsregluna sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á grundvelli þjóðríkja. Þar að auki nefndi Trump ESB sem einn helsta andstæðing Bandaríkjanna í fyrra.Embættismaður sem DW ræddi við segir í Brussel sé litið á þetta sem móðgun. Þegar embættismenn ESB settu sig í samband við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi þau svör fengist að gleymst hefði verið að láta Evrópusambandið vita af breytingum á samskiptareglum. Ekki var gefið upp af hverju þessar breytingar hefðu verið gerðar. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lækkað vægi erindreka Evrópusambandsins, án þess þó að láta Evrópusambandið vita. ESB er ekki lengur skilgreint sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök, samkvæmt Deutsche Welle.Breytingarnar fela í sér að ólíklegra er að erindrekunum ESB verði boðið að taka þátt í opinberum athöfnum í Bandaríkjunum. Umræddir erindrekar uppgötvuðu ekki breytingar Hvíta hússins fyrr en við jarðarför George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hafði sendiherra ESB í Bandaríkjunum ekki verið boðið á nokkra viðburði og voru uppi vangaveltur í Brussel um að Hvíta húsið hefði endurskilgreint samband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Það var svo staðfest í jarðarförinni. Þó Bandaríkin og Evrópusambandið hafi lengi átt í góðu sambandi og umfangsmiklum viðskiptum hefur Trump sjálfur ítrekað lýst yfir andúð sinni á sambandinu. Hann lýsti yfir stuðningi við útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit, og hefur sömuleiðis harðlega gagnrýnt Evrópusambandið og ríki Evrópu varðandi viðskipti og varnarmál. Trump, sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna, hefur dregið Bandaríkin frá þó nokkrum samkomulögum sem ESB kemur að og þá hefur hann heitið því að endurbyggja heimsregluna sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á grundvelli þjóðríkja. Þar að auki nefndi Trump ESB sem einn helsta andstæðing Bandaríkjanna í fyrra.Embættismaður sem DW ræddi við segir í Brussel sé litið á þetta sem móðgun. Þegar embættismenn ESB settu sig í samband við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi þau svör fengist að gleymst hefði verið að láta Evrópusambandið vita af breytingum á samskiptareglum. Ekki var gefið upp af hverju þessar breytingar hefðu verið gerðar.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira