Vitlaust sjónarhorn plataði VAR dómarana í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 12:30 Maurizio Sarri var ekki sáttur. Getty/Chris Brunskill Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur með vítadóminn sem réð úrslitum í fyrri leik Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Hann hefur líka ýmislegt til síns máls. Tottenham maðurinn Harry Kane fiskaði víti og skoraði sjálfur úr því eina mark leiksins. Myndavéladómararnir skoðuðu atvikið og úrskurðuðu að Kane hafi ekki verið rangstæður þegar hann fékk stungusendinguna inn fyrir vörn Chelsea.Maurizio Sarri brought out Chelsea's game analysis last night to prove Harry Kane was offside. Has VAR got it horribly wrong? pic.twitter.com/iB1lF0lgPV — Talk Chelsea (@talkchelsea) January 9, 2019 Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, felldi síðan Kane sem átti alltaf að fá víti ef hann var réttstæður. En það er á reiki hvort Kane hafi verið réttstæður þrátt fyrir þennan úrskurð VAR dómaranna. Sjónarhorn myndavélarinnar virðist nefnilega hafa plataði VAR dómarana í gær og Maurizio Sarri sannaði það með myndbroti úr myndavél Chelsea sem var mun betur staðsett.The camera angle Chelsea feel shows Harry Kane was actually offside in move that led to VAR-awarded penalty #CFChttps://t.co/2h6eqkG6Pppic.twitter.com/gmvLLr1QJW — Telegraph Football (@TeleFootball) January 9, 2019 Myndvél Chelsea var í beinni línu við Harry Kane og sýndi að hann hallaði sér inn fyrir vörnina áður en hann fékk boltann. Þessi líkamsstaða Kane sást aftur á móti ekki á myndunum frá hinni myndavélinni sem var ekki í beinni línu við Kane. Skysports fjallaði um málið og sýndi þessi tvö ólíku sjónarhorn sem má sjá hér fyrir neðan. Sjónarhornið úr myndavél VAR dómarannaSkjámynd/Sky SportsSjónarhornið úr myndavél ChelseaSkjámynd/Sky SportsMaurizio Sarri vildi þó ekki gera mikið úr málinu. „Ég sá myndbrot úr okkar myndavél fyrir nokkrum mínútum og þar sást að þetta var rangstaða. Okkar myndavél var í beinni línu við Kane og hann var rangstæður,“ sagði Maurizio Sarri. Chelsea á seinni leikinn á heimavelli sínum en það sem hefur betur kemst í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley. „Höfuðið hans gerir hann rangstæðan. Það er ekki mikilvægt. Það sem er mikilvægt er að aðstoðardómarinn elti ekki boltann og hafði með því mikil áhrif á okkar varnarmenn. Eins og staðan er núna þá kunna enskir dómarar ekki að nota þetta kerfi,“ sagði Maurizio Sarri.'I don't like VAR - nobody does'https://t.co/58o5qot23Qpic.twitter.com/e133oQDBMS — BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2019„VAR er í notkun á Ítalíu en það gekk skelfilega til að byrja með og það var mjög erfitt fyrir dómara að nota kerfið. Á þessari stundu eru dómararnir ekki tilbúnir að nota kerfið. Kane var greinilega rangstæður,“ sagði Sarri. „Þeir þurfa að skoða þetta betur. Það er líka mjög skrýtið að það sé ekki notað í ensku úrvalsdeildinni en er síðan notað í enska deildabikarnum,“ sagði Sarri. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur með vítadóminn sem réð úrslitum í fyrri leik Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Hann hefur líka ýmislegt til síns máls. Tottenham maðurinn Harry Kane fiskaði víti og skoraði sjálfur úr því eina mark leiksins. Myndavéladómararnir skoðuðu atvikið og úrskurðuðu að Kane hafi ekki verið rangstæður þegar hann fékk stungusendinguna inn fyrir vörn Chelsea.Maurizio Sarri brought out Chelsea's game analysis last night to prove Harry Kane was offside. Has VAR got it horribly wrong? pic.twitter.com/iB1lF0lgPV — Talk Chelsea (@talkchelsea) January 9, 2019 Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, felldi síðan Kane sem átti alltaf að fá víti ef hann var réttstæður. En það er á reiki hvort Kane hafi verið réttstæður þrátt fyrir þennan úrskurð VAR dómaranna. Sjónarhorn myndavélarinnar virðist nefnilega hafa plataði VAR dómarana í gær og Maurizio Sarri sannaði það með myndbroti úr myndavél Chelsea sem var mun betur staðsett.The camera angle Chelsea feel shows Harry Kane was actually offside in move that led to VAR-awarded penalty #CFChttps://t.co/2h6eqkG6Pppic.twitter.com/gmvLLr1QJW — Telegraph Football (@TeleFootball) January 9, 2019 Myndvél Chelsea var í beinni línu við Harry Kane og sýndi að hann hallaði sér inn fyrir vörnina áður en hann fékk boltann. Þessi líkamsstaða Kane sást aftur á móti ekki á myndunum frá hinni myndavélinni sem var ekki í beinni línu við Kane. Skysports fjallaði um málið og sýndi þessi tvö ólíku sjónarhorn sem má sjá hér fyrir neðan. Sjónarhornið úr myndavél VAR dómarannaSkjámynd/Sky SportsSjónarhornið úr myndavél ChelseaSkjámynd/Sky SportsMaurizio Sarri vildi þó ekki gera mikið úr málinu. „Ég sá myndbrot úr okkar myndavél fyrir nokkrum mínútum og þar sást að þetta var rangstaða. Okkar myndavél var í beinni línu við Kane og hann var rangstæður,“ sagði Maurizio Sarri. Chelsea á seinni leikinn á heimavelli sínum en það sem hefur betur kemst í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley. „Höfuðið hans gerir hann rangstæðan. Það er ekki mikilvægt. Það sem er mikilvægt er að aðstoðardómarinn elti ekki boltann og hafði með því mikil áhrif á okkar varnarmenn. Eins og staðan er núna þá kunna enskir dómarar ekki að nota þetta kerfi,“ sagði Maurizio Sarri.'I don't like VAR - nobody does'https://t.co/58o5qot23Qpic.twitter.com/e133oQDBMS — BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2019„VAR er í notkun á Ítalíu en það gekk skelfilega til að byrja með og það var mjög erfitt fyrir dómara að nota kerfið. Á þessari stundu eru dómararnir ekki tilbúnir að nota kerfið. Kane var greinilega rangstæður,“ sagði Sarri. „Þeir þurfa að skoða þetta betur. Það er líka mjög skrýtið að það sé ekki notað í ensku úrvalsdeildinni en er síðan notað í enska deildabikarnum,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira