Enski boltinn

Níu marka sigur City sá stærsti í undanúrslitunum frá upphafi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jesus fór á kostum í leiknum
Jesus fór á kostum í leiknum vísir/getty
Manchester City valtaði yfir Burton í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Aldrei áður hefur undanúrslitaleikur unnist með svo miklum mun.

Ljóst var að verkefnið væri erfitt fyrir C-deildarlið Burton sem mætti á Etihad völlinn í kvöld og mætti einu besta liði heims. Það bjuggust þó fæstir við slíkri niðurlægingu og úr varð.

Kevin de Bruyne skoraði fyrsta markið á fimmtu mínútu og má í raun segja að þá hafi leikurinn verið búinn. Gabriel Jesus sá hins vegar um að öll von stuðningsmanna Burton væri úti með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla eftir um hálftíma leiks. Margir stuðningsmanna Burton sáu þau mörk hins vegar ekki þar sem þeir áttu í erfiðleikum með að komast á völlinn sökum umferðar.

Oleksandr Zinchenko bætti við marki áður en fyrri hálfleikurinn var úti og það var skot í glæsilegri kantinum. Staðan 4-0 í hálfleik en bara einn fjórði af einvíginu búinn.

Jesus bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og kláraði leikinn með fjögur, hann er nú orðinn markahæstur í deildarbiarnum. Kyle Walker, Riyad Mahrez og Phil Foden bættu allir við sínu markinu hver í 9-0 sigri City.

Þetta var stærsti sigur í deildarbikarnum síðan árið 1986 þegar Liverpool vann Fulham 10-0.

Því miður fyrir leikmenn Burton er einvígið þó aðeins hálfnað, City mætir til Burton 23. janúar fyrir seinni leikinn. Það þyrfti þó mesta kraftaverk íþróttasögunnar til þess að koma í veg fyrir að City mæti í úrslitaleikinn á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×