Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd í skugga óánægju Blaðamannafélags Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd en skipunartími hinnar gömlu rann út mánaðamótin ágúst og september. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06