Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:06 Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. Leiðtogar Lýðræðisflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar hafa komið sér saman um stjórnarsáttmála og ákveðið að mynda ríkisstjórn. Hún mun sitja til ársins 2023 þegar næsta þjóðaratkvæðagreiðsla er á dagskrá.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Luigi Di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, myndi glaður skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný en Conte sagði af sér embætti 20. ágúst síðastliðinn vegna ábyrgðarleysis sem hann sagði Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, hafa sýnt af sér. Salvini, sem einnig var fyrrverandi innanríkiráðherra landsins, kom ítölsku þjóðinni í opna skjöldu í upphafi mánaðarins þegar hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn en þess má geta að áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnarkreppa í landinu. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rík ástæða sé til að gera þessa tilraun,“ sagði Nicola Zigaretti í samtali við BBC að loknum fundi með forsetanum. Lýðræðisflokkurinn sem staðsetur sig vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi og Fimmstjörnuhreyfingin sem rekur harða innflytjendastefnu, hafa löngum verið á öndverðum meiði í hinum ýmsu málum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að axla ábyrgð. Við höfum ekki efni á öðru en að sýna hugrekki og láta reyna á þetta,“ sagði Zigaretti. Von er á yfirlýsingu Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, vegna nýrrar ríkisstjórnar síðar í kvöld. Mattarella biðlaði á dögunum til þingflokkanna að reyna að ná saman ellegar þyrfti hann að skipa bráðabirgðastjórn og blása til kosninga. Ítalía Tengdar fréttir Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00 Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27 Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Leiðtogar Lýðræðisflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar hafa komið sér saman um stjórnarsáttmála og ákveðið að mynda ríkisstjórn. Hún mun sitja til ársins 2023 þegar næsta þjóðaratkvæðagreiðsla er á dagskrá.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Luigi Di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, myndi glaður skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný en Conte sagði af sér embætti 20. ágúst síðastliðinn vegna ábyrgðarleysis sem hann sagði Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, hafa sýnt af sér. Salvini, sem einnig var fyrrverandi innanríkiráðherra landsins, kom ítölsku þjóðinni í opna skjöldu í upphafi mánaðarins þegar hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn en þess má geta að áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnarkreppa í landinu. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rík ástæða sé til að gera þessa tilraun,“ sagði Nicola Zigaretti í samtali við BBC að loknum fundi með forsetanum. Lýðræðisflokkurinn sem staðsetur sig vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi og Fimmstjörnuhreyfingin sem rekur harða innflytjendastefnu, hafa löngum verið á öndverðum meiði í hinum ýmsu málum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að axla ábyrgð. Við höfum ekki efni á öðru en að sýna hugrekki og láta reyna á þetta,“ sagði Zigaretti. Von er á yfirlýsingu Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, vegna nýrrar ríkisstjórnar síðar í kvöld. Mattarella biðlaði á dögunum til þingflokkanna að reyna að ná saman ellegar þyrfti hann að skipa bráðabirgðastjórn og blása til kosninga.
Ítalía Tengdar fréttir Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00 Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27 Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00
Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06
Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00
Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27
Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25
Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58