Færeyjum lokað vegna viðhalds Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 08:21 Ferðamönnum verður meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. Vísir/AFP Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar. Færeyjar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar.
Færeyjar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira