Gróttumenn fyrstir til að vinna Keflavík Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:10 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki. Inkasso-deildin Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki.
Inkasso-deildin Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira