Öll lásbogafórnarlömbin í sértrúarsöfnuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 16:00 Hótelið við ánna Ilz þar sem þau Torsten W., Kerstin E. og Farina C. fundust látin. Öll höfðu þau verið skotin til bana með lásboga. EPA/Sebastian Pieknik Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL. Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL.
Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15