Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 07:15 Húsið á Geirsgötu 11 hefur staðið nær ónotað síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent