Fyrirliði Kvennó í skýjunum eftir sigurinn: „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er ekki sönn“ Sylvía Hall skrifar 17. mars 2019 22:00 Kvennaskólinn fagnaði innilega á föstudaginn eftir að sigurinn var í höfn. RÚV Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor. Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“ Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.Aðsend Mikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin. Jafnréttismál Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor. Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“ Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.Aðsend Mikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin.
Jafnréttismál Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira