Innlent

Kvennó vann Gettu betur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lið Kvennaskólans rétt eftir að úrslitin urðu ljós.
Lið Kvennaskólans rétt eftir að úrslitin urðu ljós. RÚV

Kvennaskólinn í Reykjavík stóð í kvöld uppi sem sigurvegari spurningakeppni menntaskólanna, Gettu betur, í kvöld. Kvennó bar sigurorð af Menntaskólanum í Reykjavík með eins stigs mun.

Staðan eftir fyrsta lið keppninnar, hraðaspurningarnar víðfrægu, var hnífjöfn, 20 stig gegn 20.

Eftir að bjölluspurningum var lokið var staðan enn í járnum, eða 28-28.

Að vísbendingaspurningum og þríþraut lokinni voru úrslitin ráðin. Ekki mátti miklu muna en lokaniðurstaðan var eins stigs sigur Kvennaskólans, 30-29.

Sigurliðið, lið Kvennaskólans, var skipað þeim Fjólu Ósk Guðmannsdóttur, Hlyni Ólasyni og Berglindi Bjarnadóttur.

Lið MR, sem varð að gera sér annað sætið að góðu að þessu sinni, samanstóð af þeim Sigrúnu Völu Árnadóttur, Hlyni Blæ Sigurðssyni og Ármanni Leifssyni.

Menntaskólinn í Reykjavík er sigursælasti skóli í sögu Gettu betur, en MR hefur hampað Hljóðnemanum, verðlaunagrip keppninnar, alls 20 sinnum. Skólinn á einnig lengstu sigurgöngu keppninnar, en skólinn sigraði keppnina 11 ár í röð á árunum 1993-2003.

Þetta var þriðji sigur Kvennaskólans í úrslitum Gettu betur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.