Fyrirliði Kvennó í skýjunum eftir sigurinn: „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er ekki sönn“ Sylvía Hall skrifar 17. mars 2019 22:00 Kvennaskólinn fagnaði innilega á föstudaginn eftir að sigurinn var í höfn. RÚV Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor. Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“ Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.Aðsend Mikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin. Jafnréttismál Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor. Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“ Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.Aðsend Mikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin.
Jafnréttismál Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira