Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 07:37 Jaroslaw Kaczynski er formaður PiS. AP Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgarabandalagið (KO) virðist hafa fengið um fjórðung atkvæða. Ríkisstjórn PiS hefur á síðustu árum átt í útistöðum við Evrópusambandið, meðal annars vegna breytinga á dómskerfi landsins, auk þess að sæta gagnrýni vegna harðrar afstöðu sinnar til hinsegin fólks. Telur PiS að réttindi hinsegin fólks ógni „hefðbundnum“ pólskum fjölskyldum og gildum. „Við höfum sigrað,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, við stuðningsmenn sína í höfuðstöðvum flokksins í höfuðborginni Varsjá. „Fjögurra ára erfiði bíður okkar. Pólland verður að breytast meira og verður að breytast til batnaðar,“ sagði Kaczynski.Grzegorz Schetyna, einn leiðtoga Borgarabandalagsins, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi.APFjölgar í þingflokki PiS Í frétt BBC segir að þegar búið er að birta niðurstöður úr 42 prósent kjördæmanna virðist PiS hafa bætt við sig fylgi, og mun því fjölga í þingflokki hans sem taldi 231 þingmaður í neðri deild þingsins þar sem 460 þingmenn eiga sæti. Reiknað er með að vinstribandalagið Lewica verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi Póllands. Braust út mikill fögnuður þegar tölur voru kunngjörðar, en vinstri flokkar duttu út af þingi í kosningunum 2015 vegna klofnings og sundrungar. Kosningaþátttaka var um 60 prósent samkvæmt útgönguspám. Pólland Tengdar fréttir Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgarabandalagið (KO) virðist hafa fengið um fjórðung atkvæða. Ríkisstjórn PiS hefur á síðustu árum átt í útistöðum við Evrópusambandið, meðal annars vegna breytinga á dómskerfi landsins, auk þess að sæta gagnrýni vegna harðrar afstöðu sinnar til hinsegin fólks. Telur PiS að réttindi hinsegin fólks ógni „hefðbundnum“ pólskum fjölskyldum og gildum. „Við höfum sigrað,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, við stuðningsmenn sína í höfuðstöðvum flokksins í höfuðborginni Varsjá. „Fjögurra ára erfiði bíður okkar. Pólland verður að breytast meira og verður að breytast til batnaðar,“ sagði Kaczynski.Grzegorz Schetyna, einn leiðtoga Borgarabandalagsins, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi.APFjölgar í þingflokki PiS Í frétt BBC segir að þegar búið er að birta niðurstöður úr 42 prósent kjördæmanna virðist PiS hafa bætt við sig fylgi, og mun því fjölga í þingflokki hans sem taldi 231 þingmaður í neðri deild þingsins þar sem 460 þingmenn eiga sæti. Reiknað er með að vinstribandalagið Lewica verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi Póllands. Braust út mikill fögnuður þegar tölur voru kunngjörðar, en vinstri flokkar duttu út af þingi í kosningunum 2015 vegna klofnings og sundrungar. Kosningaþátttaka var um 60 prósent samkvæmt útgönguspám.
Pólland Tengdar fréttir Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35