Pólland

Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi
Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar.

Hertar aðgerðir í Póllandi og stefnt á að bólusetja alla fullorðna
Yfirvöld í Póllandi kynntu í dag hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi þann 28. desember og gilda til 17. janúar. Öllum hótelum, skíðasvæðum og verslunarmiðstöðvum verður lokað í aðgerðunum.

Pólskar konur óttast breytt lög um þungunarrof
Pólskar konur eru afar uggandi vegna yfirvofandi gildistöku laga sem takmarka mjög rétt þeirra til þungunarrofs. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í október að þungunarrof væri aðeins heimilt þegar líf konunnar væri í hættu eða þegar þungunin væri afleiðing glæps.

Enn deilt um fjárlög og aðgerðapakka Evrópusambandsins
Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segðst búast við sátt á endanum.

Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB
Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum.

Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð
Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn.

„Heilbrigðisþjónusta á meðgöngu grundvallarmannréttindi“
Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði.

Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof
Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins.

Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi
Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu.

Hundruð þúsunda mótmæltu skerðingu á rétti til þungunarrofs
Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins.

Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð
Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu.

Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví
Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti.

Hefur áhyggjur af nýjum þungunarrofslögum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst yfir áhyggjum af nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem takmarka mjög rétt kvenna þar í landi til þungunarrofs.

Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni
Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi.

Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi
Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg.

Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni
Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið.

Piparúða beitt á hundruð mótmælenda í Póllandi
Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla.

Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi
Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu.

Komu til landsins í þremur flugvélum
Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum.

Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna
Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær.