Segir eiginmann sinn beittan andlegu ofbeldi í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 23:30 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó.
Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent