Gömul sár á milli United og Inter trufla viðræður um Lukaku Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2019 09:30 Romelu Lukaku hefur sjálfur sagt að hann vilji fara vísir/getty Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku. Yfirmaður íþróttamála hjá Inter er á Bretlandseyjum til þess að ræða við forráðamenn United um belgíska framherjann. Í morgun staðfesti hann að fundurinn hafi verið formleg fyrirspurn um stöðu Belgans. Lukaku sjálfur er í Ástralíu með United þar sem liðið er á æfingaferðalagi. Félögunum gengur illa að komast að samkomulagi um verð og Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky, telur að það sé ekki það eina sem gæti hindrað skiptin. „Það eru illindi á milli þessara tveggja félaga,“ sagði Solhekol. „Fyrir tveimur árum reyndi Manchester United ítrekað að fá Ivan Perisic frá Milan. United bauð 45 milljónir evra en Inter vildi 50 og var ekki haggað þó munurinn væri aðeins 5 milljónir evra.“ „Ég held það sé enn ofarlega í minnum manna innan United hvernig Inter hagaði sér í því máli.“ United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sem er sama verð og félagið keypti hann á fyrir tveimur árum frá Everton. Inter er hins vegar langt frá þeim verðmiða. Ítalska félagið vill fá Belgann á láni út næsta tímabili með þeirri skuldbindingu að eftir lánstímann kaupi þeir Lukaku með tveimur greiðslum á tveimur árum.Sky Italy reporting Inter Milan to offer £63m to Manchester United for Romelu Lukaku. But it’s 2-year loan with obligation to buy. Instalments of £9m + £27m + £27m. Can’t see how it makes sense for United to wave goodbye to world-class striker for initial payment of only £9m — Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 10, 2019 Þeir vilja borga 9 milljónir punda í sumar fyrir lánið og borga svo 27 milljónir punda á ári næstu tvö ár þar á eftir. Það gerir samanlagt 63 milljónir punda. „Þetta er eins og ef ég labbaði inn í Ferrari umboð og spyrði hversu mikið Ferrari 488 kostaði. Sölumaðurinn svaraði 200 þúsund pund en ég býð að borga 20 þúsund pund og fá hann lánaðann í tvö ár áður en ég borga 20 þúsund pund til viðbótar. Þeir segðu mér að hunskast í burtu og ég held að Manchester United segi það sama við Inter Milan,“ sagði Solhekol. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku. Yfirmaður íþróttamála hjá Inter er á Bretlandseyjum til þess að ræða við forráðamenn United um belgíska framherjann. Í morgun staðfesti hann að fundurinn hafi verið formleg fyrirspurn um stöðu Belgans. Lukaku sjálfur er í Ástralíu með United þar sem liðið er á æfingaferðalagi. Félögunum gengur illa að komast að samkomulagi um verð og Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky, telur að það sé ekki það eina sem gæti hindrað skiptin. „Það eru illindi á milli þessara tveggja félaga,“ sagði Solhekol. „Fyrir tveimur árum reyndi Manchester United ítrekað að fá Ivan Perisic frá Milan. United bauð 45 milljónir evra en Inter vildi 50 og var ekki haggað þó munurinn væri aðeins 5 milljónir evra.“ „Ég held það sé enn ofarlega í minnum manna innan United hvernig Inter hagaði sér í því máli.“ United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sem er sama verð og félagið keypti hann á fyrir tveimur árum frá Everton. Inter er hins vegar langt frá þeim verðmiða. Ítalska félagið vill fá Belgann á láni út næsta tímabili með þeirri skuldbindingu að eftir lánstímann kaupi þeir Lukaku með tveimur greiðslum á tveimur árum.Sky Italy reporting Inter Milan to offer £63m to Manchester United for Romelu Lukaku. But it’s 2-year loan with obligation to buy. Instalments of £9m + £27m + £27m. Can’t see how it makes sense for United to wave goodbye to world-class striker for initial payment of only £9m — Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 10, 2019 Þeir vilja borga 9 milljónir punda í sumar fyrir lánið og borga svo 27 milljónir punda á ári næstu tvö ár þar á eftir. Það gerir samanlagt 63 milljónir punda. „Þetta er eins og ef ég labbaði inn í Ferrari umboð og spyrði hversu mikið Ferrari 488 kostaði. Sölumaðurinn svaraði 200 þúsund pund en ég býð að borga 20 þúsund pund og fá hann lánaðann í tvö ár áður en ég borga 20 þúsund pund til viðbótar. Þeir segðu mér að hunskast í burtu og ég held að Manchester United segi það sama við Inter Milan,“ sagði Solhekol.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira