Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 20:25 Salvini hefur sagt arrivederci við Fimm stjörnu hreyfinguna. Vísir/EPA Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins, segir að slitnað hafi upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimm stjörnu hreyfinguna og að boða þurfi til nýrra kosninga. Luigi Di Maio, leiðtogi samstarfsflokksins, segir flokk sinn tilbúinn í kosningar. Grunnt hefur verið á því góða á milli stjórnarflokkanna tveggja undanfarnar vikur en ár er frá því að þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Nú síðast greiddu flokkarnir atkvæði gegn hvor öðrum á þingi varðandi háhraðalestartengingu við Frakkland. Salvini segist hafa greint Guiseppe Conte, forsætisráðherra, frá því að samstarfinu hafi verið slitið í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þingið gæti komið saman í næstu viku til að ákveða næstu skref en það er nú í sumarfríi. Óvíst er þó hvort að Sergio Mattarella, forseti, sé tilbúinn að slíta þingi og boða til nýrra kosninga áður en undirbúningi fjárlaga verður lokið í haust. Forsetinn er sá eini sem getur leyst upp þingið. Di Maio segir Fimm stjörnu hreyfinguna ekki óttast kosningar. Sakaði hann Salvini um að fara með landið í „þeysireið“. Ítalir muni snúast gegn honum vegna þess. Fimm stjörnu hreyfingin hefur fleiri þingmenn en Bandalagið. Nýlegar skoðanakannanir benda aftur á móti til þess að Bandalagið njóti stuðnings tvöfalt fleiri kjósenda en samstarfsflokkurinn. Salvini hefur ítrekað hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu til þess að nýta sér meðbyrinn í nýjum kosningum. Ítalía Tengdar fréttir Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07 Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins, segir að slitnað hafi upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimm stjörnu hreyfinguna og að boða þurfi til nýrra kosninga. Luigi Di Maio, leiðtogi samstarfsflokksins, segir flokk sinn tilbúinn í kosningar. Grunnt hefur verið á því góða á milli stjórnarflokkanna tveggja undanfarnar vikur en ár er frá því að þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Nú síðast greiddu flokkarnir atkvæði gegn hvor öðrum á þingi varðandi háhraðalestartengingu við Frakkland. Salvini segist hafa greint Guiseppe Conte, forsætisráðherra, frá því að samstarfinu hafi verið slitið í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þingið gæti komið saman í næstu viku til að ákveða næstu skref en það er nú í sumarfríi. Óvíst er þó hvort að Sergio Mattarella, forseti, sé tilbúinn að slíta þingi og boða til nýrra kosninga áður en undirbúningi fjárlaga verður lokið í haust. Forsetinn er sá eini sem getur leyst upp þingið. Di Maio segir Fimm stjörnu hreyfinguna ekki óttast kosningar. Sakaði hann Salvini um að fara með landið í „þeysireið“. Ítalir muni snúast gegn honum vegna þess. Fimm stjörnu hreyfingin hefur fleiri þingmenn en Bandalagið. Nýlegar skoðanakannanir benda aftur á móti til þess að Bandalagið njóti stuðnings tvöfalt fleiri kjósenda en samstarfsflokkurinn. Salvini hefur ítrekað hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu til þess að nýta sér meðbyrinn í nýjum kosningum.
Ítalía Tengdar fréttir Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07 Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07
Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45