Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 21:30 Á vettvangi glæpsins. Getty/Ian Stringer Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. Það er tiltölulega ný þróun að mótmælendur noti mjólkurhristinga til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Oftar en ekki hefur egg orðið fyrir valinu og hefur því vopni verið beitt á stjórnmálamenn á báðum vængjum stjórnmálanna, líkt og Ed Milliband, Fraser Anning og Árni Þór Sigurðsson geta borið vitni um. Í Bretlandi hefur mjólkurhristingurinn hins vegar orðið vopnið sem mótmælendur velja til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Beinist reiðin einkum að stjórnmálamönnum sem staðsett hafa sig yst á hægri vænt stjórnmálanna í Bretlandi, en flokkum sem þar halda sig hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Nýjasta dæmið er Brexit-flokkur Farage, sem er talinn líklegur til að bera sigur úr býtum í kosningunum í Bretlandi til Evrópuþingsins. Farage fékk að kenna á mjólkurhristingskastinu í vikunni er hann heimsótti Newcastle við litla kátínu hans sjálfs. Farage allur útataður í banana- og saltkaramellumjólkurhristingi.Hann er ekki sá eini. Stephen Yaxley-Lennon, betur þekktur sem Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi öfgahópsins English Defense League, fær reglulega að kenna á mjólkurhristingum, þar á meðal tvisvar á sama sólahringnum fyrir skemmstu.Carl Benjamin, meðlimur breska UKIP-flokksins og frambjóðandi til Evrópuþingsins, hefur einnig fengið yfir sig fjóra mjólkurhristinga. Flokksfélagi hans, Mark Meecham, virðist einnig óttast mjólkurhristingaef marka má orð hans á Twitter, fyrr í mánuðinum.„Svo það sé á hreinu, ef einhver ræðst á mig með mjólkurhristingi þá mun sá hinn sami þurfa að nota rörið til að innbyrða mat næstu mánuðina.“Raunar hafa andstæðingar þessara stjórnmálamanna, þeirra stjórnmálaafla sem þeir starfa fyrir og stjórnmálaskoðana sem þeir tala fyrir hvatt til frekari mjólkurhristingsárása undir myllumerkinu#SplashtheFash á Twitter.En af hverju mjólkurhristingur?Það er spurning sem blaðamaður New York Times reyndi að svara á dögunum.Danyaal Mahmud, sá sem fyrst kastaði mjólkurhristingi í Tommy Robinson, sagðist hafa gert það vegna þess að hann hafi mislíkað þar sem Robinson hafi verið að segja við hann. Hann hafi einfaldlega haldið á mjólkurhristingi fyrir tilviljun á því augnabliki og ákveðið að kasta honum í Robinson. Augnablikið náðist á myndband og fór það hratt um netheima.Benjamin Franks, heimspekingur við Háskólann í Glasgow, telur að ástæðan fyrir því af hverju mjólkurhristingur hafi orðið fyrir valinu sé tiltölulega einföld.„Ég held að þetta hafi náð athygli þeirra sem berjast gegn fasisma vegna þess að það er mikið af skyndibitastöðum í breskum borgum, það er auðvelt að nálgast þá og er, eða var í það minnsta, auðvelt að ganga með þá án þess að það vekji grunsemdir,“ sagði Franks í samtali við New York Times. Kevin Featherstone, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, telur þó að ástæðan sé önnur og táknrænni.„Sá sem fær þetta yfir sig lítur fáranlega út og missir hluta af áru sinni sem stjórnmálamaður. Árásarmaðurinn er að segja: Þú talar ekki fyrir mig, þú ert myrka hlið stjórnmálanna.“Líkt og fyrr segir hefur breska lögreglan ekki farið varhluta af þessu og því má búast við að hún verði á sérstöku varðbergi gagnvart mjólkurhristingum í aðdraganda kosninganna. Beiðni um að McDonalds selji ekki mjólkurhristina er Farage heimsækir Glasgow um helgina er liður í því. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46 Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. Það er tiltölulega ný þróun að mótmælendur noti mjólkurhristinga til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Oftar en ekki hefur egg orðið fyrir valinu og hefur því vopni verið beitt á stjórnmálamenn á báðum vængjum stjórnmálanna, líkt og Ed Milliband, Fraser Anning og Árni Þór Sigurðsson geta borið vitni um. Í Bretlandi hefur mjólkurhristingurinn hins vegar orðið vopnið sem mótmælendur velja til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Beinist reiðin einkum að stjórnmálamönnum sem staðsett hafa sig yst á hægri vænt stjórnmálanna í Bretlandi, en flokkum sem þar halda sig hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Nýjasta dæmið er Brexit-flokkur Farage, sem er talinn líklegur til að bera sigur úr býtum í kosningunum í Bretlandi til Evrópuþingsins. Farage fékk að kenna á mjólkurhristingskastinu í vikunni er hann heimsótti Newcastle við litla kátínu hans sjálfs. Farage allur útataður í banana- og saltkaramellumjólkurhristingi.Hann er ekki sá eini. Stephen Yaxley-Lennon, betur þekktur sem Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi öfgahópsins English Defense League, fær reglulega að kenna á mjólkurhristingum, þar á meðal tvisvar á sama sólahringnum fyrir skemmstu.Carl Benjamin, meðlimur breska UKIP-flokksins og frambjóðandi til Evrópuþingsins, hefur einnig fengið yfir sig fjóra mjólkurhristinga. Flokksfélagi hans, Mark Meecham, virðist einnig óttast mjólkurhristingaef marka má orð hans á Twitter, fyrr í mánuðinum.„Svo það sé á hreinu, ef einhver ræðst á mig með mjólkurhristingi þá mun sá hinn sami þurfa að nota rörið til að innbyrða mat næstu mánuðina.“Raunar hafa andstæðingar þessara stjórnmálamanna, þeirra stjórnmálaafla sem þeir starfa fyrir og stjórnmálaskoðana sem þeir tala fyrir hvatt til frekari mjólkurhristingsárása undir myllumerkinu#SplashtheFash á Twitter.En af hverju mjólkurhristingur?Það er spurning sem blaðamaður New York Times reyndi að svara á dögunum.Danyaal Mahmud, sá sem fyrst kastaði mjólkurhristingi í Tommy Robinson, sagðist hafa gert það vegna þess að hann hafi mislíkað þar sem Robinson hafi verið að segja við hann. Hann hafi einfaldlega haldið á mjólkurhristingi fyrir tilviljun á því augnabliki og ákveðið að kasta honum í Robinson. Augnablikið náðist á myndband og fór það hratt um netheima.Benjamin Franks, heimspekingur við Háskólann í Glasgow, telur að ástæðan fyrir því af hverju mjólkurhristingur hafi orðið fyrir valinu sé tiltölulega einföld.„Ég held að þetta hafi náð athygli þeirra sem berjast gegn fasisma vegna þess að það er mikið af skyndibitastöðum í breskum borgum, það er auðvelt að nálgast þá og er, eða var í það minnsta, auðvelt að ganga með þá án þess að það vekji grunsemdir,“ sagði Franks í samtali við New York Times. Kevin Featherstone, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, telur þó að ástæðan sé önnur og táknrænni.„Sá sem fær þetta yfir sig lítur fáranlega út og missir hluta af áru sinni sem stjórnmálamaður. Árásarmaðurinn er að segja: Þú talar ekki fyrir mig, þú ert myrka hlið stjórnmálanna.“Líkt og fyrr segir hefur breska lögreglan ekki farið varhluta af þessu og því má búast við að hún verði á sérstöku varðbergi gagnvart mjólkurhristingum í aðdraganda kosninganna. Beiðni um að McDonalds selji ekki mjólkurhristina er Farage heimsækir Glasgow um helgina er liður í því.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46 Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46
Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30