Níu af tíu stuðningsmönnum Man. United ósáttir við rekstur félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 08:30 Stuðningsmenn Manchester United eru mjög ósáttir með rekstur félagsins í dag. Getty/Robbie Jay Barratt Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United liðsins þessa dagana og ný könnum meðal þess stóra hóps sýnir það heldur betur svart á hvítu. Meira en níutíu prósent stuðningsmanna Manchester United eru ósáttir með hvernig Glazer fjölskyldan og stjórnarformaðurinn Ed Woodward reka félagið. Könnunin var mjög stór og var í gangi frá byrjun tímabilsins fram til loka septembermánaðar. Alls tóku meira en tíu þúsund stuðningsmenn Manchester United þátt.Nine in 10 Manchester United fans unhappy with the way club is run, supporters group survey finds | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/BiKhHdZyhu — Telegraph Football (@TeleFootball) November 6, 2019Stuðningsmenn Manchester United hafa jafnframt ekki mikla trú á því að félagið komist aftur á þann stall sem félagið var á þegar Sir Alex Ferguson sat í knattspyrnustjórastólnum. Það er þó enn stuðningur við norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjaer en 86 prósent svarenda voru engu að síður ósáttir við gengi liðsins síðan að Sir Alex Ferguson settist í helgan stein. Meira en tveir þriðju lýstu yfir vonbrigðum sínum með það hversu lítið félagið hefur eytt í nýja leikmenn sem og með skort á nýliðun undir stjórn Ed Woodward. Það er óhætt að segja að Ed Woodward komi ekki vel út í þessari könnun ekki frekar en Glazer fjölskyldan sem hefur verið mjög óvinsæl í lagan tíma. Ungir stuðningsmenn Manchester United eru hvað ósáttastir en 91 prósent þeirra sem eru undir fertugu eru reiðir út í rekstur félagsins. Old Trafford er farinn að eldast og þarf á verulegri upplyftingu að halda en innan við tuttugu prósent búast við því að Manchester United fari að einhverri alvöru í slíkar framkvæmdir. United Voice lét gera þessa könnun og stuðningsmannasamtökin segjast vera búin að kynna niðurstöðurnar fyrir forráðamönnum Manchester United. Nú sé ætlunin að fara betur yfir það sem má laga og reyna að bæta samtalið á milli félagsins og stuðningsmanna þess. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Sjá meira
Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United liðsins þessa dagana og ný könnum meðal þess stóra hóps sýnir það heldur betur svart á hvítu. Meira en níutíu prósent stuðningsmanna Manchester United eru ósáttir með hvernig Glazer fjölskyldan og stjórnarformaðurinn Ed Woodward reka félagið. Könnunin var mjög stór og var í gangi frá byrjun tímabilsins fram til loka septembermánaðar. Alls tóku meira en tíu þúsund stuðningsmenn Manchester United þátt.Nine in 10 Manchester United fans unhappy with the way club is run, supporters group survey finds | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/BiKhHdZyhu — Telegraph Football (@TeleFootball) November 6, 2019Stuðningsmenn Manchester United hafa jafnframt ekki mikla trú á því að félagið komist aftur á þann stall sem félagið var á þegar Sir Alex Ferguson sat í knattspyrnustjórastólnum. Það er þó enn stuðningur við norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjaer en 86 prósent svarenda voru engu að síður ósáttir við gengi liðsins síðan að Sir Alex Ferguson settist í helgan stein. Meira en tveir þriðju lýstu yfir vonbrigðum sínum með það hversu lítið félagið hefur eytt í nýja leikmenn sem og með skort á nýliðun undir stjórn Ed Woodward. Það er óhætt að segja að Ed Woodward komi ekki vel út í þessari könnun ekki frekar en Glazer fjölskyldan sem hefur verið mjög óvinsæl í lagan tíma. Ungir stuðningsmenn Manchester United eru hvað ósáttastir en 91 prósent þeirra sem eru undir fertugu eru reiðir út í rekstur félagsins. Old Trafford er farinn að eldast og þarf á verulegri upplyftingu að halda en innan við tuttugu prósent búast við því að Manchester United fari að einhverri alvöru í slíkar framkvæmdir. United Voice lét gera þessa könnun og stuðningsmannasamtökin segjast vera búin að kynna niðurstöðurnar fyrir forráðamönnum Manchester United. Nú sé ætlunin að fara betur yfir það sem má laga og reyna að bæta samtalið á milli félagsins og stuðningsmanna þess.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Sjá meira